Aðalfundur FASK þann 25. september 2024

Aðalfundur Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu / FASK
Aðalfundur FASK verður haldinn í Golfskála Hornafjarðar miðvikudaginn 25. september 2024 kl. 17:00
Fundurinn er opinn öllum íbúum á félagssvæði FASK.
Atkvæðisrétt eiga allir skuldlausir félagar eða fulltrúar þeirra.
Allir sem áhuga hafa á að sækja aðalfund FASK eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið faskstjorn@gmail.com og fá þannig send fundargögn.
Dagskrá fundarins:
- Skýrsla stjórnar ásamt félagaskrá
- Ákvörðun um gjald
- Ársreikningur
- Lögð fram starfsáætlun næsta árs.
- Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda
- Önnur mál
Hafi aðilar spurningar fyrir fundinn eru þeir vinsamlega beðnir að senda fyrirspurn inn til stjórnar, hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið faskstjorn@gmail.com
F.h. stjórnar FASK
Tinna Rut Sigurðardóttir