Aðalfundur FASK þann 25. september 2024

Aðalfundur Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu / FASK

Aðalfundur FASK verður haldinn í Golfskála Hornafjarðar miðvikudaginn 25. september 2024 kl. 17:00

Fundurinn er opinn öllum íbúum á félagssvæði FASK.

Atkvæðisrétt eiga allir skuldlausir félagar eða fulltrúar þeirra.

Allir sem áhuga hafa á að sækja aðalfund FASK eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið faskstjorn@gmail.com og fá þannig send fundargögn.

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar ásamt félagaskrá
  2. Ákvörðun um gjald
  3. Ársreikningur
  4. Lögð fram starfsáætlun næsta árs.
  5. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda
  6. Önnur mál

Hafi aðilar spurningar fyrir fundinn eru þeir vinsamlega beðnir að senda fyrirspurn inn til stjórnar, hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið faskstjorn@gmail.com

F.h. stjórnar FASK

Tinna Rut Sigurðardóttir